Ferill 811. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1650  —  811. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um nálgunarbann.


     1.      Hversu margar kröfur um nálgunarbann hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur sl. fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir lögregluembætti og mánuði.
    
Kröfur um nálgunarbann Þar af hafnað, afturkölluð eða vísað frá dómi Þar af samþykkt
2019 9 0 9
2020 10 1 9
2021 9 2 7
2022 14 1 13
2023 7 1 6
Samtals 49 5 44

    Árið 2019 bárust samtals níu kröfur. Í mars bárust tvær, í apríl barst ein, í maí barst ein, í júní bárust tvær, í september bárust tvær og í nóvember barst ein.
    Árið 2020 bárust samtals 10 kröfur. Í janúar barst ein, í júní bárust tvær, í júlí bárust þrjár, í september barst ein, í október barst ein, í nóvember barst ein og í desember barst ein.
    Árið 2021 bárust samtals níu kröfur. Í febrúar barst ein, í mars bárust tvær, í júní barst ein, í ágúst bárust tvær, í október barst ein, í nóvember barst ein og í desember barst ein.
    Árið 2022 bárust samtals 14 kröfur. Í febrúar barst ein, í mars bárust þrjár, í apríl bárust tvær, í júní barst ein, í september bárust þrjár, í október barst ein og í desember bárust þrjár.
    Árið 2023 bárust samtals sjö kröfur. Í júní barst ein, í ágúst bárust tvær, í september barst ein, í október barst ein og í desember bárust tvær.

     2.      Í hversu mörgum tilvikum var fallist á kröfu lögreglustjóra og hversu oft var henni hafnað? Svar óskast sundurliðað eftir lögregluembætti og mánuði.
    Árið 2019: Í mars var krafa tekin til greina í tveimur tilvikum, í apríl var krafa tekin til greina í einu tilviki, í maí var krafa tekin til greina í einu tilviki, í júní var krafa tekin til greina í tveimur tilvikum, í september var krafa tekin til greina í tveimur tilvikum og í nóvember var krafa tekin til greina í einu tilviki.
    Árið 2020: Í janúar var krafa tekin til greina í einu tilviki, í júní var krafa tekin til greina í einu tilviki og í einu tilviki var kröfu hafnað, í júlí var krafa tekin til greina í þremur tilvikum, í september var krafa tekin til greina í einu tilviki, í október var krafa tekin til greina í einu tilviki, í nóvember var krafa tekin til greina að hluta í einu tilviki og í desember var krafa tekin til greina að hluta í einu tilviki.
    Árið 2021: Í febrúar var krafa tekin til greina í einu tilviki, í mars var kröfu vísað frá dómi í tveimur tilvikum, í júní var krafa tekin til greina í einu tilviki, í ágúst var krafa tekin til greina í tveimur tilvikum, í október var krafa tekin til greina í einu tilviki, í nóvember var krafa tekin til greina í einu tilviki og í desember var krafa tekin til greina í einu tilviki.
    Árið 2022: Í febrúar var krafa tekin til greina í einu tilviki, í mars var krafa tekin til greina í tveimur tilvikum og hafnað í einu tilviki, í apríl var krafa tekin til greina í tveimur tilvikum, í júní var krafa tekin til greina í einu tilviki, í september var krafa tekin til greina í þremur tilvikum, í október var krafa tekin til greina í einu tilviki og í desember var krafa tekin til greina í þremur tilvikum.
    Árið 2023: Í júní var krafa tekin til greina í einu tilviki, í ágúst var krafa tekin til greina í tveimur tilvikum, í september var krafa tekin til greina að hluta í einu tilviki, í október var krafa tekin til greina í einu tilviki og í desember var krafa afturkölluð í einu tilviki og tekin til greina að hluta í einu tilviki.

     3.      Hversu oft hafa úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur, sbr. 1. og 2. tölul., komið til kasta Landsréttar og hvert er staðfestingarhlutfallið
    Á framangreindu tímabili voru 39 úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu um nálgunarbann kærðir til Landsréttar. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í 25 tilfellum, eða 64% mála.